Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(15. okt. 1814–9. mars 1893)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón umboðsmaður Johnsen að Ámóti og kona hans Halla Magnúsdóttir að Skálmholtshrauni, Jónssonar. Varð stúdent úr heimaskóla 1836 frá síra Árna Helgasyni, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1836– 7, með 2. einkunn, próf í lögfræði 28. apr. 1843, með 2. einkunn (103 st.) í bóklegu, 1. einkunn í verklegu. Vann síðan í rentukammeri. Settur sýslumaður í SuðurMúlasýslu 1846, fekk sýsluna 1. júní 1848, gegndi stiftamtmannsembætti frá 1. ág. 1849 fram á árið 1850, var jafnframt settur sýslumaður í NorðurMúlasýslu 1850, fekk þá sýslu 1. maí 1851, en gegndi jafnframt Suður-Múlasýslu til 1853, bjó á Ketilsstöðum á Völlum.

Fekk Þingeyjarþing 25. maí 1861, fluttist þangað vorið eftir og settist að í Húsavík. Fekk Árnesþing 7. júní 1867, fluttist þangað sumarið eftir, bjó að Kiðjabergi. Fekk lausn 14. sept. 1878, en gegndi þó sýslunni til 24. júní 1879. Var settur málflutningsmaður í landsyfirdómi 13. sept. 1880, afsalaði sér því starfi við árslok 1883, fluttist aftur að Kiðjabergi og andaðist þar blindur. Varð kanzellíráð 1. jan. 1860.

Kona: Ingibjörg Elísabet (f. 4. júlí 1830, d. 2. júlí 1893) Gunnlaugsdóttir dómkirkjuprests, Oddssonar.

Synir þeirra, sem upp komust: Gunnlaugur (Jón Halldór) dbrm. að Kiðjabergi, Jón (Ólafur) kaupmaður í Reykjavík, síra Halldór (Ólafur) í Landeyjaþingum (BB. Sýsl.; Sunnanfari 1894; Tímar. bmf. 1882; KIlJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.