Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(15. nóv. [9. nóv., Bessastaðask.] 1809 (1812, Vita) 13. okt. 1865)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Þorsteinsson síðast í Kirkjubæ í Tungu og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir að Ljósavatni, Þorlákssonar. F. í Húsavík.

Lærði undir skóla hjá Daníel Jónssyni, síðast presti í Ögur-þingum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1830, varð stúdent 1835, með góðum vitnisburði. Stundaði síðan kennslu hjá Dr. Hallgrími Scheving. Fór utan til háskólanáms í Kh. 1837, með tilstyrk Ólafs Stephensens í Viðey, tók 1. og 2. lærdómspróf 1837–8, bæði með 2. einkunn, lagði stund á guðfræði, en varð að hverfa heim vegna veikinda, var þá í Viðey og stundaði kennslu. Fekk Selvogsþing haustið 1842, vígðist 7. maí 1843, fekk þar lausn frá prestskap 1855, fekk Stað í Kinn 9. okt. 1862 og hélt til æviloka.

Bjó að Ytza Felli. Var orðlagður glímu- og fimleikamaður og hefir samið ritgerð um glímur.

Var drykkfelldur, en talinn prúðmenni hið mesta utan víns.

Kona 1 (1843): Sigríður eldri Ólafsdóttir dómsmálaritara, Stephensens í Viðey. Þau skildu og átti hún síðar Guðmund gullsmið Stefánsson að Varmalæk; barnl. með báðum.

Kona 2: Guðbjörg (d. 1906) Aradóttir, og fekk til þess leyfi, með því að hún hafði áður átt barn í lausaleik.

Börn þeirra: Jón skáld að Arnarvatni, Steingrímur bóndi í Höfðahverfi, Þuríður átti Jóhannes Jóhannesson að Ytra Lóni á Tjörnesi (Bassastsk.; Vitæ ord. 1843; Útfm., Rv. 1868; SGrBf.; Ísl. gátur, skemmtanir o.s.frv.; JJ. Reykjahlíðarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.