Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(11. mars 1863–7. maí 1930)

Útgerðarmaður og kaupmaður.

Foreldrar: Jón Þorsteinsson á Kirkjubóli í Norðfirði og kona hans Margrét Sveinsdóttir að Firði í Seyðisfirði, Jónssonar. Var í Möðruvallaskóla og að námi í Noregi. Kaupmaður og útgerðarmaður í Borgarfirði eystra 1893–1907. Gestgjafi í Seyðisfirði 1 ár. Setti þá upp útgerð að Skálum á Langanesi, auðgaðist vel, fluttist til Reykjavíkur og sinnti ýmsum fyrirtækjum, og gekk þá af honum.

Dugmikill maður og vinsæll.

Kona (1898): Ragna, dóttir Joh. málflm. Johansens í Stavanger; þau bl. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.