Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jónsson

(1. dec. 1734–1812)

Prestur.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Jónsson á Einarsstöðum (síðar að Þverá) og f.k. hans Ingibjörg Erlendsdóttir að Þverá í Laxárdal, Halldórssonar. Tekinn í Hólaskóla 1751, varð stúdent 26. apr. 1757, með tæpum meðalvitnisburði, varð 25. apr. 1758 djákn á Grenjaðarstöðum, fekk 15. maí 1761 uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni.

Vígðist 1. maí 1763 aðstoðarprestur síra Jóns Jónssonar á Helgastöðum, fekk Eyjadalsá 9. jan. 1767, átti þar við mikla fátækt að búa, fekk Skinnastaði 7. mars 1797 og hélt til æviloka.

Kona (1. okt. 1760): Ingibjörg (d. 12. júlí 1814) Gunnarsdóttir, Þorlákssonar, gáfukona og skáldmælt.

Börn þeirra, sem upp komust: Gunnar að Ærlæk (,Skíða-Gunnar“), síra Guðmundur á Skinnastöðum, Ebenezer sýslumaður í Hjarðardal, Jón lyfsali í Ösel (d. hérlendis 1813), Hallgrímur d. ókv. og bl. 1786, Ingibjörg átti Jón Salómonsson að Ási í Kelduhverfi, Guðrún og Benedikt urðu bæði úti skömmu fyrir jól 1793, Karítas átti Einar nokkurn Ketilsson, Þorsteinn að Staðarlóni (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.