Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Jóhannesson

(13. febr. 1837–26. ág. 1918)

. Skáld.

Foreldrar: Jóhannes Oddsson á Ytra-Fjalli í Aðaldal og kona hans Guðný Kristjánsdóttir.

Fæddur á Tjörn í Aðaldal. Bjó um skeið á Öndólfsstöðum í Reykjadal. Fluttist til Vesturheims 1876. Bóndi í Nýja-Íslandi og síðar í N.-Dakota. Tók mikinn þátt í félags- og kirkjumálum landa vestan hafs. Dó í Mouse-River-byggð í N.-Dakota.

Ritstörf; Dalurinn minn (skáldsaga), Wp. 1905; Ljóðmæli, Gimli 1907. Kona (1866): Guðrún Jónsdóttir í Hriflu, Þórarinssonar., Börn þeirra, sem upp komust: Þóra seinni kona Bjarna Guðmundssonar Dalsteds bónda í Akra-byggð, Valgerður átti Andrés Reykdal í Árborg, Jóhannes (Ýmsar heimildir:ll).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.