Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Illugason (Hjaltalín)

(1771–1817)

Málari.

Foreldrar: Síra Illugi Jónsson á Kirkjubóli og kona hans Sigríður Magnúsdóttir prests að Vatnsfirði, Teitssonar. Fór utan 18 ára, komst til Brúnsvíkur, hlaut þar stuðning verksmiðjueiganda eins og lærði að mála, fór síðan til Dresden 1802, en var fyrir og eftir í Brúnsvík.

Átti þarlenda konu; þau barnl. (Óðinn IX; Pershist. Tidsskr. 5. R. TI; Matthías Þórðarson: Íslenzkir listamenn II, Rv. 1925).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.