Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Illugason

(um 1617–11. sept. 1705)

Prestur.

Foreldrar: Illugi Hólaráðsmaður Jónsson í Viðvík og kona hans Halldóra Skúladóttir (systir Þorláks byskups). Lærði í Hólaskóla, fór utan 1642, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 9. dec. s.á., kom aftur til landsins 1647, með góðum vitnisburðum frá Ole Worm. Varð heyrari í Hólaskóla 1648, en rektor 1649–58, varð prestur á Völlum 1658, sagði þar af sér prestskap 1698, fluttist þaðan 1699 að Sökku og andaðist þar.

Var prófastur í Vaðlaþingi 1667–98. Talinn lærdómsmaður mikill, nokkuð harðbýll. Hann þýddi guðsorðakver nokkur eftir Domincus Beer, pr. í Skálholti 1691 og 1694. Líkræða samin af honum er í Lbs.

Kona (11. okt. 1657). Steinvör Jónsdóttir prests að Munkaþverá, Runólfssonar. Dætur þeirra: Sigríður átti síra Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði, Kristrún átti fyrr Ara á Sökku Jónsson (prests í Vatnsfirði, Arasonar), síðar Guðmund Jónsson (prests frá Stærra Árskógi), Gróa átti síra Gísla Jónsson að Útskálum (Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.