Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Hákonarson

(– – 1766)

Lögsagnari.

Foreldrar: Hákon Jónsson í Kirkjuvogi og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1739, vísað þaðan (ásamt 5 öðrum) vegna tornæmis 1743. Fór síðan utan, lauk prófi í dönskum lögum 15. mars 1748, með 2. einkunn.

Var lögsagnari í Gullbringusýslu 1749–53., Var aftur í Kh. veturinn 1754–5 og hugði að ná í Vestmannaeyjar, en fekk ekki. Bjó í Njarðvík.

Kona: Guðlaug Björnsdóttir prests á Stað í Grindavík, Gottskálkssonar.

Börn þeirra: Ingibjörg varð s.k. Jóns Jónssonar að Fellsmúla, Björn, Þórður (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.