Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Hjálmarsen

(6. dec. 1794–18. okt. 1871)

Prestur.

Foreldrar: Erlendur klausturhaldari Hjálmarsson að Munkaþverá og s.k. hans Kristrún Þorsteinsdóttir prests að Hrafnagili, Ketilssonar. Lærði hjá föðurbróður sínum, síra Páli á Stað á Reykjanesi, og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 21. apr. 1814, var 2 ár (1815–17) skrifari Þórðar 14 sýslumanns Björnssonar í Garði, fór utan 1817, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s. á., með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1818–19, með 2. einkunn, lagði stund á guðfræði, en vegna efnaleysis fékkst hann við kennslu í Kalundborg 1819–21, en hvarf til landsins 1822 vegna brjóstveiki, stundaði kennslu í Eskifirði 1822–4, fór þá aftur til Kh., kenndi þá aftur brjóstveiki og augnveiki, var veturinn 1825 kennari í Horslunde á Lálandi, en að ráðum lækna hvarf hann alfari til landsins 1826, var um tíma í þjónustu Gríms amtmanns Jónssonar, en varð 1827 barnakennari í Reykjavík. Fekk Helgastaði 7. jan. 1828, vígðist 10. febr. s. á., gegndi þann vetur um tíma í veikindum síra Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprestsembætti í Rv., fór að Helgastöðum í apríl s. á.

Fekk Hítardal 6. júní 1829, fluttist þangað um haustið og hélt til æviloka. Settur 21. febr. 1837, skipaður 8. mars 1838 prófastur í Mýrasýslu og var það einnig til æviloka. Ritstörf: „Ágrip Gyðinga- og kristnisögunnar“, Kh. 1820; þýddi (með 2 öðrum): R. Möller: Leiðarvísir, Kh. 1822–3; í andl. smáritasafni (nr. 21 og 31) eru og þýðingar eftir hann. Í handritum í Lbs. eru nokkurar guðsorðabækur eftir hann og þýðingar og upphaf þýzk-ísl. orðabókar.

Kona 1 (29. júlí 1830): Birgitta (f. 1795, d. 16. nóv. 1846) Halldórsdóttir hreppstjóra í Selvogi, Þórðarsonar, ekkja Sigmundar trésmiðs Jónssonar í Rv.

Börn þeirra, sem upp komust: Kristrún Birgitta átti Eggert Stefánsson í Króksfjarðarnesi, Guðrún Ragnhildur átti Guðmund kaupmann Lambertsen í Rv.

Kona 2 (7. okt. 1847): Margrét (f. 21. okt. 1827, d. 11. okt. 1888) Sigurðardóttir hreppstjóra að Tjaldbrekku, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Margrét Erlendína í. k. Jóns kaupmanns Jónssonar í Borgarnesi, Anna Elín óg., Hólmfríður Sigríður átti Jóhannes Stefánsson úr Arney, Guðmundssonar, Þorsteinn Sigurður trésmiður, Rannveig Margrét fór til Vesturheims (d. 1889), Erlendur Lárus drukknaði 1887, Filippía Vilborg (d. 1926), Salóme Pálína (Vitæ ord. 1828; Óðinn VITI; HÞ.; SGrBf.; ævim. í Lbs.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.