Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Helgason

(12. febr. 1806–7. mars 1839)

Prestur.

Foreldrar: Helgi konrektor Sigurðsson að Móeiðarhvoli og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir sýslumanns sst., Jónssonar, Lærði hjá föður sínum og síðan 5 ár hjá síra Steingrími Jónssyni síðar byskupi og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1823, með ágætum vitnisburði. Fór utan s. á. og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh., með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1824, með 2. eink., lagði stund á guðfræði, en vann og að prentun rita fyrir fornfræðafélagið með öðrum, enda styrkþegi Árnasjóðs 1827; var og í stjórn Kh.-deildar bmf. og vann að pr. bóka þess; var með síra Þorgeiri Guðmundssyni í félagi um pr. nokkurra guðsorðabóka. Var hérlendis veturinn 1830–I1.

Kom alkominn til landsins 1832, fekk Reykholt 15. maí 1833, vígðist 19. s.m. og hélt til æviloka. Vinsæll maður og vel gefinn. Veiktist 1837 og sókti síðan á hann þunglyndi. Drukknaði í Reykjadalsá.

Kona (19. maí 1833): Sigríður Pálsdóttir sýslumanns á Hallfreðarstöðum, Guðmundssonar. Dætur þeirra, sem upp komust: Ragnheiður s.k. Skúla læknis Thorarensens að Móeiðarhvoli, Sigríður f.k. Péturs Sívertsens í Höfn í Melasveit, Guðrún átti síra Skúla Gíslason á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Sigríður ekkja síra Þorsteins varð síðar s.k. síra Sigurðar G. Thorarensens í Hraungerði (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1833; SGrBf.; HÞ.; sjá og útfm. og erfiljóð í Lbs. 150, 8vo.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.