Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Hallsson

(16. öld)

Prestur. Kemur fyrst við skjöl 1538 og er þá orðinn prestur.

Varð þingaprestur á Svalbarði á Svalbarðsströnd um 1546, prestur og ráðsmaður í Miklagarði um 1553, ráðsmaður að Hólum 1556–66 (a. m. k.), hefir fengið Mælifell eftir það (eða jafnvel fyrr, samhliða ráðsmannsstarfinu). Er enn prestur að Mælifelli 1585.

Sonur hans: Síra Tómas að Mælifelli.

Kona síra Þorsteins eftir að siðskipti voru á komin: Valgerður Ólafsdóttir,

Sonur þeirra: Síra Halldór að Þingeyraklaustri. Valgerður ekkja síra Þorsteins átti síðar (1589) Magnús Pétursson (Dipl. Isl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.