Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Hallgrímsson

(í júní 1752–18. maí 1791)

Prestur,

Foreldrar: Síra Hallgrímur Eldjárnsson á Grenjaðarstöðum og kona hans Ólöf Jónsdóttir prests á Völlum, Halldórssonar.

Tekinn í Hólaskóla 24. febr. 1768, varð stúdent 10. maí 1772, með ágætum vitnisburði, varð 1779 djákn á Grenjaðarstöðum, bjó að Brúm og í Presthvammi, fekk Stærra Árskóg 13. sept. 1784, vígðist 30. jan. 1785 og hélt til æviloka. Vel gefinn og skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona 1 (15. jan. 1774). Jórunn (d. 1783) Lárusdóttir klausturhaldara Schevings.

Börn þeirra, sem upp komust: Anna átti síra Magnús Árnason í Steinnesi, Rósa s.k. síra Jóns Jónssonar að Myrká (ömmubróður síns), síra Hallgrímur aðstoðarprestur að Bægisá, Jón, síra Stefán á Völlum, síra Kristján á Völlum, síra Baldvin að Upsum.

Kona 2 (18. okt. 1784): Elín (f., 3. dec. 1747, d. 30. nóv. 1829) Halldórsdóttir að Skógum í Reykjahverfi, Vigfússonar, ekkja Kolbeins Bessasonar.

Dætur þeirra síra Þorsteins, er upp komust: Jórunn átti Jón Finnsson á Grund í Þorvaldsdal, Sofía átti Rögnvald Rögnvaldsson að Hofsá. Elín ekkja síra Þorsteins giftist í þriðja sinn og varð þriðja kona síra Þórðar Jónssonar á Völlum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.