Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Halldórsson

(12. sept. 1739–5. jan. 1818)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Halldór Bjarnason að Geldingalæk og Rauðnefsstöðum og kona hans Valgerður Þorsteinsdóttir á Rauðnefsstöðum, Sigvaldasonar, Bjó fyrst í Hofshjáleigu á Rangárvöllum (síðastur manna þar), en síðan og lengstum í Skarfanesi á Landi. Merkismaður. Hafði skýra rithönd og gaman af að skrifa upp handrit; er margt uppskrifta hans í Lbs., sumt merkt.

Kona (1779): Guðlaug (f. 2. mars 1746, d. 9. apr. 1833) Oddsdóttir í Ketilhúshaga (,Ketlu“), Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Torfi d. óg., Guðmundur síðast hreppstjóri í Hlíð í Gnúpverjahreppi (PZ. Víkingslækjarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.