Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorsteinn Gíslason
(7. nóv. 1855–30. jan. 1931)
Útvegsbóndi.
Foreldrar: Gísli á Augastöðum í Hálsasveit Jakobsson (Snorrasonar prests að Húsafelli) og kona hans Halldóra Hannesdóttir að Stóra Ási í sömu sveit, Sigurðssonar. Ólst upp í Melbæ í Leiru, bjó þar frá 1880, á Meiðastöðum í Garði frá 1900, í Rv. frá 1916. Gerðist formaður 17 ára, gerðist hinn dugmesti maður bæði um fiskveiðar og búskap. R. af fálk.
Kona (8. nóv. 1879): Kristín (f, 23. nóv. 1863, d. 12. júní 1927) í Melbæ Þorkelsdóttir í Þerney.
Börn þeirra, sem upp komust: Gísli skipstjóri, Halldór útvegsbóndi í Vörum, Þorsteinn skipstjóri, Þórður stýrimaður, Snorri stýrimaður, Jens verzlunarmaður, Ingimar járnsmiður, Vilhelmína átti Auðun Sæmundsson á Minni Vatnsleysu, Helga bjó á Gauksstöðum í Garði, Sigurbjörg, Guðrún, Una, Halldóra, allar búsettar í Reykjavík (Óðinn XKVII; Br7.; o. fl.).
Útvegsbóndi.
Foreldrar: Gísli á Augastöðum í Hálsasveit Jakobsson (Snorrasonar prests að Húsafelli) og kona hans Halldóra Hannesdóttir að Stóra Ási í sömu sveit, Sigurðssonar. Ólst upp í Melbæ í Leiru, bjó þar frá 1880, á Meiðastöðum í Garði frá 1900, í Rv. frá 1916. Gerðist formaður 17 ára, gerðist hinn dugmesti maður bæði um fiskveiðar og búskap. R. af fálk.
Kona (8. nóv. 1879): Kristín (f, 23. nóv. 1863, d. 12. júní 1927) í Melbæ Þorkelsdóttir í Þerney.
Börn þeirra, sem upp komust: Gísli skipstjóri, Halldór útvegsbóndi í Vörum, Þorsteinn skipstjóri, Þórður stýrimaður, Snorri stýrimaður, Jens verzlunarmaður, Ingimar járnsmiður, Vilhelmína átti Auðun Sæmundsson á Minni Vatnsleysu, Helga bjó á Gauksstöðum í Garði, Sigurbjörg, Guðrún, Una, Halldóra, allar búsettar í Reykjavík (Óðinn XKVII; Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.