Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Gíslason

(1776–30. dec. 1838)

Hreppstjóri, skáld.

Foreldrar: Gísli Hallgrímsson í Kristnesi og kona hans Helga Þorsteinsdóttir prests að Hrafnagili, Ketilssonar, Bjó á Finnastöðum og að Stokkahlöðum. Fróðleiksmaður og skáld. Hefir skrifað upp fjölda rita (sjá Lbs.). Eftir hann eru í Lbs. rímur af Auðuni Vestfirðingi.

Kona 1: Ingiríður Sigurðardóttir á Þúfnavöllum, Gunnarssonar. Dóttir þeira: Helga átti Sæmund Jónsson í Gröf í Kaupangssveit.

Kona 2: Sigríður Árnadóttir á Vöglum, Jónssonar.

Börn þeirra voru: Árni, Þorsteinn, Kristján, Dómhildur átti Ólaf trésmið Briem á Grund, Salóme, Ragnheiður, Gísli, Gunnlaugur, Jóhann (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.