Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Guðmundsson

(– –um 1569)

Lögréttumaður á Grund í Eyjafirði.

Foreldrar: Guðmundur Andrésson að Felli og kona hans Jarþrúður Þorleifsdóttir hirðstjóra, Björnssonar. Var sveinn Jóns byskups Arasonar og þókti frækinn maður. Lagðist á hugi við Þórunni dóttur byskups, eftir lát fyrsta manns hennar, en eigi fekk hann hennar, fyrr en 1553, eftir lát síðara manns hennar; þau bl. Launbörn Þorsteins (flest með Guðrúnu Ásmundsdóttur): Síra Oddur að Felli, Ásmundur, Ólöf átti Jörund Jónsson, Guðmundur, Sigríður.

Reyndist Þórunn ýmsum þeirra og börnum þeirra hið bezta og gaf þeim stórgjafir (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.