Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Guðmundsson

(um 1782–1846)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Guðmundur hreppstjóri Þórðarson að Neðra Hálsi í Kjós (d. 10. okt. 1797) og s.k. hans Ragnheiður Loptsdóttir að Þúfu í Kjós, Jónssonar. Var ungur tekinn í fóstur af Vigfúsi sýslumanni Þórarinssyni og ólst upp hjá honum að Hlíðarenda. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1799, varð stúdent 18. maí 1804, með litlu meira en meðalvitnisburði. Bjó í Laxárnesi í Kjós.

Kona: Guðný Jónsdóttir í Flekkudal (Jónssonar prests á Reynivöllum, Þórðarsonar).

Börn þeirra: Kristín átti Odd Loptsson (hreppstjóra að Hálsi í Kjós, Guðmundssonar), Þorsteinn, Ragnheiður átti Guðmund Guðmundsson á Brunnastöðum, síðar í Stöðlakoti í Rv., Hafliði, Kristín eldri átti síra Pál Jónsson á Völlum, Kristín yngri átti Guðmund Gíslason í Laxárnesi (HÞ.; ættbækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.