Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Guðmundsson

(1756–3. mars 1832)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Guðmundur Sigurðsson á Barði og kona hans Ólöf Sturludóttir. Tekinn í Hólaskóla 1773, varð stúdent 13. apr. 1783, með mjög lélegum vitnisburði um gáfnafar, en prýðilegum að kostgæfni og siðvendni, enda neituðu byskupar fjórum sinnum að vígja hann til aðstoðarprests föður hans, og 1804 sagði hann sig úr tölu manna andlegrar stéttar. Bjó að Hamri í Fljótum 1785–um 1814, en síðan á Heiði í Sléttahlíð, andaðist að Syðsta Hóli.

Kona (1784): Kristbjörg (f. um 1760, d. 6. júlí 1824) Björnsdóttir prests Schevings að Eyjadalsá.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingibjörg átti Björn Ólafsson í Málmey, Þorsteinn á Heiði og í Málmey (d. 1863), hefir skrifað upp ógrynni handrita, sem varðveitt eru í Lbs., en allt er mjög óvandað frá hendi hans (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.