Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Guðmundsson

(15. júní 1817–26. maí 1864)

Málari.

Foreldrar: Guðmundur Þorsteinsson í Skarfanesi og Hlíð og Guðlaug Gunnarsdóttir frá Hvammi. Nam bókband, en var snemma drátthagur. Fór til Kh. 1844 og var í listaháskólanum þar til 1848, síðan hérlendis.

Eftir hann eru nokkurar altaristöblur, en fáar mannamyndir munu hafa varðveitzt. Varð að sinna mest söðlasmíðum og húsamálningum. Veiktist 1862 og andaðist að Móeiðarhvoli.

Kona (1858): Elísabet Björnsdóttir prests á Stokkseyri, Jónssonar. Þau slitu samvistir 1859.

Sonur þeirra: Þórarinn gullsmiður á Ísafirði. Hún átti síðar síra Eyjólf Jónsson í Árnesi (Óðinn XII; Matthías Þórðarson: Ísl. listamenn TI., Rv. 1925) Þorsteinn Guðmundsson (7. júní 1847–21. mars 1920).

Yfirfiskimatsmaður.

Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson á Brunnastöðum (síðar í Rv.) og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir stúdents í Laxárnesi, Guðmundssonar. Stundaði framan af sjómennsku. Gegndi lengi utanbúðarstörfum í Rv., varð 1904 yfirfiskimatsmaður og var það til æviloka. Orðlagður að skyldurækt. Dbrm. 1907.

Kona (30. nóv. 1877): Kristín (f, 20.okt.1851, d. 12. sept.1929) Gestsdóttir að Hliði á Álptanesi, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðmundur héraðslæknir, Sigurður bókhaldari í Rv., Ragnar verzlunarmaður í Rv. (d. 1911), Ragnheiður átti Þorkel lögfræðing Blandon (Sunnanfari XI; Óðinn XVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.