Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Guðbrandsson

(25. apr.1858–21. nóv. 1923)

Bóndi.

Foreldrar: Guðbrandur í Hvítadal Sturlaugsson (í Rauðseyjum, Einarssonar) og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir í Kaldrananesi, Arasonar. Bjó um hríð í Kaldrananesi og lengstum við það kenndur. Vel metinn maður og lipur, þókti gegna vel trúnaðarstörfum innan héraðs. Hin síðari ár vann hann talsvert að veræzlunarstörfum í kaupfélaginu í Hólmavík.

Kona (1880): Svanborg Guðmundsdóttir (úr Norður-Þingeyjarsýslu). Dóttir þeirra: Margrét átti Matthías búfræðing Helgason í Kaldrananesi (Óðinn XX1)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.