Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Gunnlaugsson

(– – 1686)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Sigurðsson í Saurbæ í Eyjafirði og fyrsta kona hans Helga Þorbergsdóttir kirkjuprests, Ásmundssonar.

Lærði í Hólaskóla. Vígðist 23. mars 1662 aðstoðarprestur síra Halldórs Eiríkssonar í Heydölum, fekk Möðrudal 17. ág. 1663, flosnaði þar upp 1671, bjó síðan á eignarjörð sinni, Fjósatungu. Fekk loks Þingeyraklaustursprestakall 1682 og hélt til æviloka.

Kona (1664). Dómhildur (f. um 1639, enn á lífi 1715) Hjaltadóttir í Teigi í Fljótshlíð, Pálssonar.

Börn þeirra: Síra Hjalti í Vatnsfirði, síra Eiríkur í Saurbæ, Þorbergur stúdent og skáld að Þorgeirsfelli, síra Jón í Hvammi í Laxárdal, Þorkell stúdent, Erlendur (hafði umboð konungsjarða á Barðaströnd), Helga eldri átti Pál Erasmusson (prests, Pálssonar), Guðrún átti fyrr Pétur Björnsson, síðar Halldór Guðmundsson, Steindórssonar, Elín og Helga yngri dóu bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.