Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Gunnason

(um 1498–1580)

Prestur. Faðir: Gunni Hallsson „Hólaskáld“, Er orðinn prestur eigi síðar en 1520, var kirkjuprestur að Hólum langa tíð, líkl. til 1551, hélt jafnframt Bergsstaði 1541–56, en mun ekki hafa búið þar nema 1551–6, hefir síðan verið prestur að Þingeyraklaustri, eigi skemur en til 1577, er nefndur prófastur í Húnavatnsþingi 1559. Síðast getur hans við skjal á Holtastöðum 9. nóv. 1579. Er í heimildum talinn skáld mikið (Dipl. Isl.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.