Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Gunnarsson

(1646–'7. dec. 1690)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gunnar Pálsson á Gilsbakka og þriðja kona hans Þórunn Björnsdóttir lögréttumanns í Stóra Skógi, Guðmundssonar, Lærði í Skálholtsskóla, var síðan í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar, fór utan 1671, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 17. okt. s. á., fekk vitnisburð frá Óla Borch prófessor 24. maí 1673 og mun s.á. hafa komið til landsins, gekk þá í þjónustu Gísla byskups Þorlákssonar, hefir vígzt kirkjuprestur að Hólum 1676, var síðan stundum í visitazíum fyrir byskup. Hann veitti sterka mótspyrnu Jóni byskupi Vigfússyni, fór því frá Hólum og utan 1685, í þeim kærumálum, kom aftur 1686.

Var kirkjuprestur í Skálholti 1688 til æviloka, varð og prófastur í Árnesþingi og var í visitazíuferðum fyrir byskup 1688–90. Talinn mjög vel gefinn. Þýddi J. Lassenius: Ein nytsamleg bænabók (Hól. 1682, 1746, 1772); L. Lossius: Medulla epistolica, Skálh. 1690.

Eftir hann er útfm. (Kristileg líkpredikun) Gísla byskups Þorlákssonar, Hól. 1685. Ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.