Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Gizurarson, „tól“

(24. mars 1768–23. febr. 1844)

Hreppstjóri, skáld.

Foreldrar: Gizur Hallsson að Hvoli í Fljótshverfi, síðast á Breiðabólstað á Síðu, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Var smiður mikill, einkum á járn og kopar (þaðan viðurnefni hans), bókamaður og skáld, og er til margt kvæða eftir hann og rímur af Elis og Rósamundu (sjá Lbs.).

Bjó fyrr í Kálfafellskoti, en síðast (frá 1815) að Hofi í Öræfum.

Kona: Sigríður Snjólfsdóttir á Breiðabólstað á Síðu Finnssonar. Dætur þeirra: Margrét, Ragnhildur, Ingibjörg, Sigríður (Skuld TI, 363; J. Þork. Þjóðs. 182; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.