Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorsteinn Geirsson
(– – 16. apr. 1689)
Prestur,
Foreldrar: Síra Geir Markússon á Helgastöðum og kona hans Steinunn Jónsdóttir að Rauðaskriðu, Þorsteinssonar prests að Múla, Illugasonar. Tekinn í Hólaskóla 1651, varð stúdent 1655. Var síðan með foreldrum sínum, og er faðir hans andaðist, var hann af sóknarmönnum kvaddur til prests á Helgastöðum, en ekki varð af því, að hann tæki þá prestskap, heldur gekk hann í þjónustu Gísla byskups Þorlákssonar í samfleytt 8 ár, og var a. m. k. veturinn 1667–S8 heyrari í Hólaskóla, enda talinn vel að sér, gáfumaður mikill og heppinn læknir. Fór utan 1668, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. sept. s.á. Varð attestatus 9. maí 1672 (einkunn: Tllum). Varð rektor í Hólaskóla 1673; vígðist prestur að Laufási 13. maí 1683 (gegndi þó rektorsstarfi næsta ár) og hélt til æviloka.
Kona: Helga Jónsdóttir prests og skálds að Vatnsfirði, Arasonar, ekkja Teits Skálholtsráðsmanns Torfasonar; þau síra Þorsteinn barnl. Mynd af þeim er í Þjóðminjasafni (Saga Ísl. V; HÞ.; JH. Skól.; SGrBf.).
Prestur,
Foreldrar: Síra Geir Markússon á Helgastöðum og kona hans Steinunn Jónsdóttir að Rauðaskriðu, Þorsteinssonar prests að Múla, Illugasonar. Tekinn í Hólaskóla 1651, varð stúdent 1655. Var síðan með foreldrum sínum, og er faðir hans andaðist, var hann af sóknarmönnum kvaddur til prests á Helgastöðum, en ekki varð af því, að hann tæki þá prestskap, heldur gekk hann í þjónustu Gísla byskups Þorlákssonar í samfleytt 8 ár, og var a. m. k. veturinn 1667–S8 heyrari í Hólaskóla, enda talinn vel að sér, gáfumaður mikill og heppinn læknir. Fór utan 1668, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. sept. s.á. Varð attestatus 9. maí 1672 (einkunn: Tllum). Varð rektor í Hólaskóla 1673; vígðist prestur að Laufási 13. maí 1683 (gegndi þó rektorsstarfi næsta ár) og hélt til æviloka.
Kona: Helga Jónsdóttir prests og skálds að Vatnsfirði, Arasonar, ekkja Teits Skálholtsráðsmanns Torfasonar; þau síra Þorsteinn barnl. Mynd af þeim er í Þjóðminjasafni (Saga Ísl. V; HÞ.; JH. Skól.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.