Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Finnbogason

(– – 1555)

Sýslumaður í Reykjahlíð.

Foreldrar: Finnbogi lögmaður Jónsson og kona hans Málmfríður Torfadóttir hirðstjóra Arasonar. Fyrirferðarmikill maður og auðugur. Kemur fyrst við skjöl 1506, fekk Vaðlaþing 1507 og hélt skamma stund, Þingeyjarþing við lát föður síns og hélt lengi, til 1551 eða lengur, þó að hann kunni að hafa sleppt því hálfu um 1543 við Vigfús, son sinn, eða haft sér til aðstoðar.

Kona: Sesselja Torfadóttir sýslumanns í Klofa, Jónssonar.

Börn þeirra: Vigfús sýslumaður, Nikulás sýslumaður á Víðimýri, síðast klausturhaldari að Munkaþverá, Torfi að Laugum í Reykjadal, Úlfheiður átti Árna Brandsson (príors, Rafnssonar), Guðríður átti Bjarna Erlendsson á Ketilsstöðum, Þóra átti Markús Jónsson á Víðivöllum í Fljótsdal, Kristín átti Brynjólf Jónsson („Pilta-Brynka“) á Höskuldsstöðum í Reykjadal, Kristín önnur átti fyrr Benedikt lögrm. Einarsson að Þverá í Laxárdal, síðar Ólaf Finnbogason (Dipl. Isl. og skjöl; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.