Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Eyjólfsson

(um 1645–um 1714)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Síra Eyjólfur Jónsson í Lundi og kona hans Katrín Einarsdóttir í Ásgarði í Hvammssveit, Teitssonar.

Lærði í Skálholtsskóla, hefir orðið stúdent eigi síðar en 1668.

Var ráðsmaður í Skálholti 1682–4, lögréttumaður í Árnesþingi 1690–1714. Bjó á Háeyri.

Kona 1: Guðrún Einarsdóttir sýslumanns að Felli, Þorsteinssonar,

Börn þeirra: Sigríður eldri, Katrín.

Kona 2: Svanhildur (f. um 1674, d. 1730) Sigurðardóttir síðast prests á Stað í Grindavík, Eyjólfssonar.

Dóttir þeirra: Sigríður yngri (enn á lífi 1730). Launsonur Þorsteins (með Guðlaugu Vigfúsdóttur): Síra Sveinn í Stóradalsþingum (HÞ.; ÓSn. Ættb.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.