Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Eyjólfsson

(1746– 9. júlí 1834)

. Bóndi. Foreldrar: Eyjólfur Jónsson á Hvoli í Mýrdal, síðar á Áshóli í Holtum, og fyrri kona hans Þórunn Sigurð34 ardóttir, Þorsteinssonar. Bóndi á Ketilsstöðum og Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Góður smiður, verkmaður og prýðismaður í allri framgengni. Varð mjög kynsæll. „Merkur maður, lét eftir sig 112 afkomendur, sem voru á lífi þegar hann dó, en 40 voru burt sofnaðir“ segir kirkjubókin um lát hans. Kona 1: Karítas Jónsdóttir klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar. Börn þeirra voru 15, en upp komust: Ólöf átti Ólaf Jónsson í Breiðuhlíð í Mýrdal (var f. k. hans), Þórunn eldri átti fyrr Þorstein Þorsteinsson á Hvoli í Mýrdal, svo Sigurð Árnason á Steig, Guðrún eldri átti Loft hreppstjóra Jónsson á Langagerði o. fl. stöðum í Hvolhreppi, síðast á Ljótarstöðum í Skaftártungu (bróður Ólafs í Breiðuhlíð), Kristín átti Nikulás Sigurðsson í Hlíðarhúsum og Laugarnesi, síðar verzim. í Hafnarfirði, Guðmundur átti börn, Þorsteinn eldri formaður á Dyrhólum, síðast á Eystri-Sólheimum, Karítas átti Jakob Þorsteinsson á Brekkum, Þórunn yngri átti Ólaf Árnason í Múlakoti í Fljótshlíð, Guðrún yngri átti Árna Þórðarson í Garðakoti í Mýrdal, Finnur eldri í Garðakoti „honum féll steinn í höfuð í Dyrhólaey til bana“ (Esp. 210). Kona 2: Guðríður Bjarnadóttir sýslumanns, Nikulássonar; þau bl. Hún átti áður Þorstein Steingrímsson í Kerlingardal. Kona 3: Margrét (d. 13. júlí 1819, 31 árs) Guðmundsdóttir á Skagnesi, Árnasonar.

Synir þeirra: Þorsteinn í Hólakoti á Miðnesi, Guðmundur yngri á Litlu-Hólum í Mýrdal, Finnur yngri í Álftagróf í Mýrdal. Kona 4 (3. júní 1820): Kristín (d. 14. maí 1830, 38 ára) Sveinsdóttir á Sólheimum í Mýrdal, Alexanderssonar; þau bl. (M.V.J.; Ævisaga Jóns prófasts Steingrímssonar; Esp. 4071; kirkjubækur o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.