Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Eyjólfsson

(14. og 15. öld)

Hirðstjóri 1358–60 í Norðlendingafjórðungi, sunnan og austan 1364, en um land allt 1387, 1388–90. Lögmaður norðan og vestan 1362–6, 1372–5, 1377–9, 1391–1402, sunnan og austan 1371–3, 1385–6, um allt land 1369–T1 og 1372–3.

Foreldrar: Eyjólfur Arnfinnsson að Urðum og kona hans Ólöf Björnsdóttir, Þorkelssonar. Var mikilmenni, oft í utanförum, og horfði þá stundum erfiðlega (varðhald hjá Lybikumönnum o. fl.). Hefir verið mestur valdamaður á Íslandi á 14. öld). Hefir verið riðinn við Grundarvíg (Smiðs hirðstjóra og Jóns skráveifu) og síðar við víg Eiríks hirðstjóra Guðmundssonar. Bjó lengstum að Urðum. Kemur síðast við skjöl 1401.

Kona: Kristín (d. 1375) Þórðardóttir, Kolbeinssonar Auðkýlings.

Börn þeirra: Árni prestur, Arnfinnur hirðstjóri að Urðum, Eyjólfur stuttur, Loptur prestur, Markús að Skógum undir Eyjafjöllum, Ólafur helmingur að Fellsmúla á Landi, Sumarliði, Þorvaldur, Ingibjörg átti Hrafn lögmann Bótólfsson, Solveig átti Björn Jórsalafara Einarsson (Ísl. Ann.; Dipl. Isl.; Safn 1I; BB. Sýsl.; sjá einkum SD. í Blöndu VII og Lögm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.