Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Erlingsson

(7. eða 27. sept. 1858–28. sept. 1914)

Skáld.

Foreldrar: Erlingur Pálsson að Árhrauni og kona hans Þuríður Jónsdóttir í Stóru Mörk, Guðmundssonar. Ólst upp í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, varð stúdent 1883, með 1. einkunn (84 st.). Stundaði um hríð lögfræðanám í háskólanum í Kh., en hætti því og hafði ofan af fyrir sér með tímakennslu um hríð. Var á Seyðisfirði 1896–1900 ritstjóri Bjarka, í Bíldudal 1901–3 ritstjóri Arnfirðings. Var síðan í Reykjavík, sinnti kennslu og hafði skáldstyrk til æviloka, enda þókti hann manna bragðnæmastur í kveðskap. Ritstörf ella: Þyrnar, Kh. 1897 (Rv. 1905 og 1918); Ruins of the saga time, London 1899; Íslenzkar sögur og sagnir, Rv. 1906; Meðan um semur, Rv. 1908; Eiðurinn, Rv. 1913 (2. pr. 1925, 3. pr. 1937); Málleysingjar, Rv. 1928; Sagnir Jakobs gamla, Rv. 1933 Auk þess eru greinir, t. d. í Ben. Gröndal áttræður, Rv. 1906. Þýð.: Heiðrún, Bíldudal 1901–2; Sagan af Tuma þumli, Rv. 1913 (2. pr. 1921); Tólf þrautir Heraklesar, RylIS(22 pr 1921) ÆR Raspe: Ferðir Munchhausens, Rv. 1913 (2. pr. 1921); J. Swift: Gör Gullivers, Rv. 1913.

Kona 1 dönsk; þau skildu bl.

Kona 2: Guðrún Jónsdóttir.

Börn þeirra: Svanhildur átti Sæmund stórkaupmann Stefánsson í Rv., Erlingur læknir (Sunnanfari IV og XIll; Óðinn I; Skírnir 1915; Unga Ísl., 19. árg. Þorst. Erl.: Þyrnar, 3. pr. Rv. 1918).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.