Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Eiríksson

(30. apr. 1713–22. sept. 1767)

Prestur.

Foreldrar: Síra Eiríkur Þorsteinsson í Saurbæ í Eyjafirði og kona hans Helga Björnsdóttir prests í Miklabæ, Skúlasonar.

Lærði í Hólaskóla, varð stúdent 9. okt. 1737 frá Steini byskupi Jónssyni (og virðist hafa verið misklíð milli Þorsteins og rektorsins). Varð djákn á Reynistað "7. febr. 1738, vígðist 28. nóv. 1745 að Vesturhópshólum, og hafði þó Harboe vikið honum frá djáknastarfi 1744 vegna vanþekkingar. Var prestur þar til æviloka. Andaðist á ferðalagi, á Laugalandi í Eyjafirði.

Kona (1745): Ingibjörg (d. 1784) Steinsdóttir hreppstjóra frá Hrauni á Skaga. Af börnum þeirra komst upp:" Ragnheiður átti Odd smið Oddsson í Geldingaholti (meðal barna þeirra síra Gunnlaugur dómkirkjuprestur í Rv.) (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.