Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Einarsson

(1809 [1810, Lbs. 48, fol.] – 22. okt. 1877)

Prestur.

Foreldrar: Einar stúdent Högnason að Skógum ytri og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir prests í Reynisþingum, Jónssonar. Lærði fyrst 2 vetur hjá síra Árna Helgasyni, síðar 3 vetur hjá síra Helga síðar byskupi Thordersen og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1831 (Vita: 1830), með heldur góðum vitnisburði. Var síðan með foreldrum sínum. Vígðist 6. júní 1841 aðstoðarprestur síra Jóns Þorsteinssonar á Kálfafellsstað, fekk prestakallið 28. sept. 1848, eftir hann, og hélt til æviloka.

Var hagleiksmaður mikill.

Kona (5. ág. 1841): Guðríður (f. 28. janúar 1805, d. 12. maí 1879) Torfadóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Jónssonar.

Dætur þeirra: Ragnhildur átti síra Eggert Ó. Briem á Höskuldsstöðum, Torfhildur skáldkona átti Jakob verzlunarmann Hólm í Hólanesi (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1841; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.