Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorsteinn Einarsson
(1755 [1756, Vita] – 20. mars 1826)
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Torfason á Reynivöllum og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir.
F. að Vindási í Kjós. Var 2ja ára tekinn í fóstur af Jóni Einarssyni á Ingunnarstöðum í Brynjudal og erfði hann. Lærði hjá síra Þorleifi Bjarnasyni í Reykholti, tekinn í Skálholtsskóla 1772, varð stúdent 30. apr. 1776, og var þá efstur í röð, með góðum vitnisburði. Varð djákn í Hítardal 1778, fór utan 1781, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 27. dec. s. á., með 2. einkunn, tók heimspekipróf 1783, með 2. einkunn. Varð hermaður 1784, en leystur út, var hér sumarið 1784. Gegndi 1785 sveitakennarastörfum í Danmörku. Kom aftur til landsins 1787. Vann síðan að ýmsu, átti oftast heima að Útskálum, bjó að Lónshúsum í Garði 1795, en frá 1798 á Gauksstöðum.
Fekk 22. dec. 1797 konungsleyfi til að mega verða prestur, þótt kvænzt hefði konu, er áður hafði átt barn í lausaleik. Vígðist 5. jan. 1806 aðstoðarprestur síra Sæmundar Magnússonar Hólms að Helgafelli; fór illa á með þeim (bjó í Drápuhlíð, flosnaði upp vegna fátæktar 1812), settur 2. júní 1812 til að gegna Útskálum og Hvalsnesi og gegndi til vors 1813. Bjó síðan víða í Garði, fekk Staðarhraun 17. mars 1822 og hélt til æviloka. Talinn vel gefinn maður, en auðnulítill, drykkfelldur og mjög fátækur.
Kona (13. okt. 1796): Margrét (þá vinnukona að Lónshúsum), d. 2. ág. 1843, 69 ára) Sveinsdóttir frá Skáney, Guðmundssonar (hún hafði sama vor átt barn með dönskum verzlunarmanni í Keflavík, Halkier).
Börn þeirra, sem upp komust: Þórunn átti fyrr Einar Ásgrímsson í Garði, síðar Guðmund Jónsson í Vörum í Garði, Ingibjörg átti Sigurð Jónsson í Heydalsseli, Þórarinn að Miðhúsum, Guðríður átti Helga Brandsson í Múlaseli, Þorsteinn verzlunarmaður, Solveig átti Sigurð skipasmið Helgason í Keflavík, Kristbjörg átti Sigurð nokkurn (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Einar Torfason á Reynivöllum og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir.
F. að Vindási í Kjós. Var 2ja ára tekinn í fóstur af Jóni Einarssyni á Ingunnarstöðum í Brynjudal og erfði hann. Lærði hjá síra Þorleifi Bjarnasyni í Reykholti, tekinn í Skálholtsskóla 1772, varð stúdent 30. apr. 1776, og var þá efstur í röð, með góðum vitnisburði. Varð djákn í Hítardal 1778, fór utan 1781, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 27. dec. s. á., með 2. einkunn, tók heimspekipróf 1783, með 2. einkunn. Varð hermaður 1784, en leystur út, var hér sumarið 1784. Gegndi 1785 sveitakennarastörfum í Danmörku. Kom aftur til landsins 1787. Vann síðan að ýmsu, átti oftast heima að Útskálum, bjó að Lónshúsum í Garði 1795, en frá 1798 á Gauksstöðum.
Fekk 22. dec. 1797 konungsleyfi til að mega verða prestur, þótt kvænzt hefði konu, er áður hafði átt barn í lausaleik. Vígðist 5. jan. 1806 aðstoðarprestur síra Sæmundar Magnússonar Hólms að Helgafelli; fór illa á með þeim (bjó í Drápuhlíð, flosnaði upp vegna fátæktar 1812), settur 2. júní 1812 til að gegna Útskálum og Hvalsnesi og gegndi til vors 1813. Bjó síðan víða í Garði, fekk Staðarhraun 17. mars 1822 og hélt til æviloka. Talinn vel gefinn maður, en auðnulítill, drykkfelldur og mjög fátækur.
Kona (13. okt. 1796): Margrét (þá vinnukona að Lónshúsum), d. 2. ág. 1843, 69 ára) Sveinsdóttir frá Skáney, Guðmundssonar (hún hafði sama vor átt barn með dönskum verzlunarmanni í Keflavík, Halkier).
Börn þeirra, sem upp komust: Þórunn átti fyrr Einar Ásgrímsson í Garði, síðar Guðmund Jónsson í Vörum í Garði, Ingibjörg átti Sigurð Jónsson í Heydalsseli, Þórarinn að Miðhúsum, Guðríður átti Helga Brandsson í Múlaseli, Þorsteinn verzlunarmaður, Solveig átti Sigurð skipasmið Helgason í Keflavík, Kristbjörg átti Sigurð nokkurn (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.