Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Einarsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Launsonur síra Einars Hallgrímssonar að Útskálum. Fekk Mosfell í Mosfellssveit 22. apr. 1582, og hélt til æviloka (eigi skemur en til 1622).

Kona: Guðrún (enn á lífi 1643) Þorsteinsdóttir í Höfn í Melasveit, Sighvatssonar.

Börn þeirra: Ástríður s.k. síra Ólafs Egilssonar í Vestmannaeyjum, Ingibjörg átti Ara Ólafsson, Arasonar, Ásta átti Reinholt þýzka á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, Oddrún átti Árbjart Skálholtsbryta Þorleifsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.