Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Egilsson

(10. og 11. öld)

Bóndi að Borg á Mýrum.

Foreldrar: Egill skáld Skalla-Grímsson og kona hans Ásgerður Bjarnardóttir.

Kona: Jófríður Gunnarsdóttir, Hlífarsonar (þ.e. Rauðssonar), ekkja Þórodds Tungu-Oddssonar.

Börn þeirra Þorsteins: Helga fagra átti Þorkel Hallkelsson í Hraundal, Grímur, Skúli, Þorgeir, Kollsveinn, Hjörleifur, Halli, Egill, Þórður, Þóra átti Þormóð Kleppjárnsson. Launsynir Þorsteins áður en hann kvæntist: Hrifla, Hrafn. Þorsteinn var friðsamur höfðingi, en stóð þó fast á máli sínu, er honum þókti miklu skipta; kom það ljósast fram af deilum hans við Steinar að Ánabrekku Önundarson sjóna (Eg.; Gunnl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.