Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Daníelsson

(17. dec. [?]– 1796– "7. dec. 1882)

Umboðsmaður Möðruvallaklausturs og dbrm. að Skipalóni.

Foreldrar: Daníel Andrésson að Skipalóni og k. h. Guðrún Sigurðardóttir á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, Þóroddssonar heyrara, Þórðarsonar. Nam jarðyrkju í Danmörku. Var trésmiður og orðlagður dugnaðarmaður.

Kona: Margrét Þorláksdóttir dbrm. að Skriðu, Hallgrímssonar (BB. Sýsl.; Sunnanf.V; o.fl.) Þorsteinn Egilson (5. jan. 1842–20. okt. 1911). Kaupmaður.

Foreldrar: Sveinbjörn rektor Egilsson og kona hans Helga Benediktsdóttir yfirdómara og skálds Gröndals. Var tekinn í Reykjavíkurskóla 1854, stúdent 1860, með 2. einkunn (75 st.), próf úr prestaskóla 1862, með 2. einkunn lakari (31 st.). Var síðan skrifari og barnakennari í Hafnarfirði. Fekk Staðarhraun 11. ág. 1865, Sanda ". nóv. s. á., tók við hvorugu og vígðist aldrei. Varð síðan verzlunarmaður í Reykjavík, verzlunarstjóri og kaupmaður í Hafnarfirði, stofnaði sparisjóð þar og stýrði; andaðist þar. Ritstörf: 40 tímar í dönsku, Rv. 1882 (pr. þrívegis síðar); Prestskosningin (leikrit), Rv. 1894; Útsvarið. (leikrit), Rv. 1895.

Kona 1 (23. mars 1862): Arndís (f. 10. nóv. 1839, d. 23. okt. 1905) Ásgeirsdóttir bókbindara á Lambastöðum, Finnbogasonar.

Börn þeirra: Sveinbjörn stúdent, ritstjóri Ægis og skrifstofustjóri í fiskifélaginu, Jón (Árnason) verzlunarstjóri í Stykkishólmi.

Þau Arndís skildu, og átti hún síðar „Böðvar P. Þorláksson sýsluskrifara við Blönduós.

Kona 2: Elísabet (d. 15. nóv. 1901) Þórarinsdóttir prests í Görðum á Álptanesi, Böðvarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórarinn útgerðarmaður í Hafnarfirði, Gunnar skipamiðlari í Reykjavík.

Kona 3 (19. apr. 1905): Rannveig Hansdóttir verzlunarstjóra Sívertsens, ekkja Georgs kaupmanns Thordals; þau bl. (BjM. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.