Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Bárðarson

(18. öld)

Skáld í Vogatungu. Launsonur Bárðar „„brotinnefs“ lögsagnara Þórðarsonar. Eftir hann er Greifaríma eða af greifanum Stoides (um Jón sýslumann Árnason að Ingjaldshóli) o. fl. í handritum (sjá Lbs.).

Kona: Ingibjörg Halldórsdóttir prests að Húsafelli, Árnasonar. Dóttir þeirra: Jarþrúður átti fyrr Odd Þorleifsson í Litla Botni, síðar Þorkel Einarsson að Hofi á Kjalarnesi (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.