Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Briem

(3. júlí 1885 –16. ág. 1949)

. Prestur, ráðherra. Foreldrar: Ólafur (d. 19. maí 1925, 74 ára) Briem bóndi og alþm. á Álfgeirsvöllum í Skagafirði og kona hans Halldóra (d. í júlí 1937, 82 ára) Pétursdóttir á Álfgeirsvöllum, Pálmasonar. Fæddur á Frostastöðum. Stúdent í Rv. 1905 með 1. eink. (97 st.). Lauk prófi í ÞPrestaskóla 20. júní 1908 með 1. eink, (91 st.). Stundaði framhaldsnám við Pastoralseminariet og háskólann í Kh. í 5 mánuði og fór námsför um Noreg og Svíþjóð í 5 mánuði 1908–09.

Vígður aðstoðarprestur að Görðum á Álftanesi 11. júlí 1909; veitt Grundarþing í Eyjafirði 9. júní 1911; veittir Garðar á Álftanesi 8. apr. 1913, en fekk leyfi til að vera kyrr í Grundarþingum; veitt Mosfell í Grímsnesi 30. nóv. 1918; veittir Garðar á Akranesi 25. júlí 1921; skipaður prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 10. okt. 1931. Skipaður atvinnu- og samgöngumálaráðherra 3. júní 1932 og kirkju- og kennslumálaráðherra að auki 23. s.m.; fekk lausn frá ráðherraembætti 1934 og tók þá aftur við prests- og prófastsstörfum. Fekk lausn frá embætti 15. apr. 1946. Var síðan um hríð í Svíþjóð, en dó í Rv. Formaður kirkjumálanefndar 1929–30; í kirkjuráði frá 1932, Landkjörinn þm. 1934 –37; þm. Dal. 1937–42; formaður Bændaflokksins 1935– 42, Var oddviti yfirkjörstjórnar Borgarfjarðarsýslu. Formaður „Hallgrímsdeildar“ Prestafélags Íslands frá stofnun 1930 til 1946; þá kjörinn heiðursformaður hennar. Str.af fálk. 1942.

Ritstörf: Heimilisguðrækni (með öðrum), Rv. 1927; Fra en Præstegærning (í Træk af islandsk Kirke- og Menighedsliv, Kh. 1930); Hallgrímshátíðin 1933 (með öðrum), Rv. 1933; Um jarðræktarlögin nýju, Rv. 1936; 2 hugvekjur í 100 hugvekjum, Rv. 1926; margar greinar og hugvekjur í tímaritum, einkum kirkjulegum (sjá BjM. Guðfr.). Sá um (með öðrum): Hundrað hugvekjur, Rv. 1926; Biblíusögur I–TI, Rv. 1944–45. Kona 1 (6. maí 1910): Valgerður (d. 26. apr. 1924, 38 ára) Lárusdóttir fríkirkjuprests í Rv., Halldórssonar. Dætur þeirra, sem upp komust: Kirstín Valgerður átti Helga framkv.stjóra Þórarinsson í Rv., Halldóra Valgerður átti sænskan lækni, búsett í Svíþjóð, Val- * gerður átti Berg Pálsson, Guðrún Lára átti norskan myndhöggvara, búsett í Ósló. Kona 2 (30. maí 1926): Oktavía Emilía (f. 25. apr. 1886) Pétursdóttir verzlunarstjóra á Vopnafirði, Gudjohnsens; þau bl. (BjM.: Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.