Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Björnsson

(um 1680–1728)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Þorsteinsson á Staðarbakka og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests í Hvammi í Laxárdal, Þórðarsonar. Fekk Tjörn á Vatnsnesi 1707 og hélt til æviloka.

Kona 1: Arnþrúður Halldórsdóttir, Björnssonar (á Kálfsstöðum, Arnbjarnarsonar).

Dóttir þeirra: Þuríður átti Guðbrand Guðmundsson.

Kona 2 (kaupmáli 9. apr. 1711): Guðrún Jónsdóttir á Torfustöðum í Miðfirði, Gunnlaugssonar.

Börn þeirra: Björn á Brimilsvöllum, Halldóra átti fyrr Einar Jónsson á Bjargarstöðum, síðar Arngrím Eiríksson að Haugi, Arnþrúður átti Tómas Rögnvaldsson að Þverá í Vesturhópi, Guðmundur, Jón, Guðrún átti Halldór Snorrason á Heggsstöðum, Þórunn átti Hallkel Jónsson í Tjarnarkoti á Hrútafjarðarhálsi, Hallkelssonar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.