Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Björnsson

(um 1612–1675)

Prestur. Launsonur Björns sýslumanns (málara) Grímssonar í Árnesþingi og Þóru Helgadóttur. Lærði í Skálholtsskóla. Vígðist 10. júlí 1636 aðstoðarprestur síra Bergsveins Einarssonar að Útskálum og skyldi einnig þjóna Hvalsnes- og Kirkjuvogssókn.

Fekk Útskála 1638, við lát síra Bergsveins, missti prestskap vegna hórdómsbrots (1659). eftir 1660, og fluttist frá Útskálum 1661 að eignarjörð sinni, Setbergi við Hafnarfjörð, 1661, og var þar til æviloka, andaðist úr holdsveiki og hafði lengi gengið með þann sjúkdóm.

Var mjög sérvitur og hjátrúarfullur, og eru sagnir um hann.

Eftir hann er mikill kvæðabálkur á latínu, „Noctes Setbergenses“ (í AM., uppskr. í Lbs.), og hefir að geyma mikil hindurvitni.

Kona (um 1639): Guðrún Björnsdóttir lögréttumanns í Skildinganesi, Tómassonar.

Börn þeirra: Þóra átti Þorkel Jónsson að Setbergi, Jón var að námi í Skálholtsskóla, hefir andazt ungur (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.