Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Björnsson

(2. júlí 1876–19. maí 1937)

Rithöfundur.

Foreldrar: Björn Þorsteinsson í Bæ í Borgarfirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1889, varð stúdent 1898, með 1. einkunn (87 st.), próf úr prestaskóla 1902, með 2. einkunn (71 st.). Fór til Vesturheims 1909 og sinnti þar ýmsum störfum (þar á meðal prestsþjónustu, nuddlækningum). Kom síðan til landsins 1919. Var kosinn prestur í Sauðlauksdal 1921, en kosningin varð ólögmæt, og fekk hann ekki prestakallið. Fór 1929 til Þýzkalands og var þar nokkur ár, Eftir að hann kom til landsins aftur, 1934, dvaldist hann einkum í Borgarfirði, með frændum sínum, og andaðist þar. Ritstörf: Skuggamyndir, Rv. 1908; Íslenzkir höfuðlærdómar, Wp. 1912; Bautasteinar, Rv. 1925; Sonafórn, Rv. 1925; Sólar frón, Rv. 1926; Lof sungið íslenzku sveitalífi, Rv. 1926; Upp, upp, mín sál, Rv. 1928; Ósköp 1935. Greinir í Eimreið, Óðni. Átti fyrst enska konu af frönskum ættum (um 1917). Esther Luice; þau skildu (bl.).

Í Þýzkalandi átti hann þýzka konu, Elfriede Stúving; þau slitu og samvistir.

Sonur þeirra: Sigurður Þorsteinn (Skýrslur; BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.