Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Bergsson

(3. jan. 1862–27. nóv. 1887)

Guðfræðingur.

Foreldrar: Síra Bergur Jónsson í Vallanesi og kona 2 hans Sigríður Þorsteinsdóttir í Núpakoti, Magnússonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, varð stúdent 1885, með 3. einkunn (43 st.), próf úr prestaskóla 1887, með 3. einkunn (17 st.). Ókv. og bl. (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.