Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Benediktsson

(– – 1. júní 1697)

Sýslumaður.

Foreldrar: Benedikt klausturhaldari Björnsson í Bólstaðarhlíð og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir prests, Tyrfingssonar. Lærði í Hólaskóla og hefir líklega orðið stúdent. Átti síðan 2 börn í senn (annað með vinnukonu föður síns, Guðrúnu Dagsdóttur); lifði annað og hét Jón. Fekk austurhluta Húnavatnsþings 1678, en fekk einnig vesturhlutann 1682–4, lét af sýslustörfum 1690, með bréfi dags. 21. júní s.á. Bjó fyrst í Stóra Dal, síðan í Bólstaðarhlíð, andaðist á ferð á Mel í Miðfirði, um fimmtugt.

Kona (1687). Halldóra (f. 1659, d. 1742) Erlendsdóttir prests á Mel, Ólafssonar. Af börnum þeirra komust upp: Benedikt lögmaður, Árni í Bólstaðarhlíð (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.