Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Benediktsson

(22. dec, 1717–2. mars 1805)

Bóndi.

Foreldrar: Benedikt lögmaður Þorsteinsson og kona hans Þórunn Björnsdóttir sýslumanns að Burstarfelli, Péturssonar. Nam skólalærdóm hjá síra Jóni Jónssyni (síðast á Helgastöðum), en fekk ekki predikunarleyfi frá byskupi, nema hann gengi undir próf hjá rektor Hólaskóla, og hefir ekki orðið af því, enda mun hann aldrei hafa sókt um prestakall. Er orðinn bóndi á Laxamýri 1754, jók þar til muna æðarvarp, enda fekk hann 20 rd. verðlaun fyrir frá konungi 21. febr. 1787, lét þar af búskap um 1790, en dvaldist þar til 1794, er hann fluttist að Hólmum í Reyðarfirði og dvaldist þar til æviloka. Var talinn merkur maður og búhöldur góður.

Kona (1755): Hólmfríður (d. 8. nóv. 1793, 67 ára) Jónsdóttir prests að Myrká, Ketilssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón aðstoðarprestur að Hólmum, Lárentíus, Benedikt og Guðmundur (fóru allir utan og gerðust hattarar), Guðrún yngri f.k. Sigurðar sýslumanns Snorrasonar í Húnavatnsþingi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.