Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Benediktsson

(2. sept. 1852–6. júní 1924)

Prestur.

Foreldrar: Síra Benedikt Eggertsson í Vatnsfirði og kona hans Agnes Þorsteinsdóttir í Núpakoti undir Eyjafjöllum, Magnússonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1868, varð stúdent 1876, með 2. einkunn (51 st.), próf úr prestaskóla 1878, með 2. einkunn betri (35 st.). Fekk Lund 29. jan. 1879, vígðist 31. ág. s. á., Rafnseyri 24. júní 1882, Bjarnanes 1. júlí 1891, Kross 22. dec. 1905, fekk þar lausn frá prestskap 2. maí 1919, frá fardögum þá. Valmenni og vel látinn, áhugasamur um þjóðmál, t. d. stundum fulltrúi á Þingvallafundum.

Kona (13. okt. 1881): Guðrún Sigríður (f. 16. sept. 1852, d. 8. júlí 1882, eftir barnsburð, og fóru bæði í eina gröf) Lárusdóttir bókhaldara Knudsens; þau bl. (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.