Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Benediktsson

(1731–1810)

Prestur.

Foreldrar: Benedikt lögréttumaður Högnason að Skógum undir Eyjafjöllum og kona hans Guðný Þorsteinsdóttir prests í Holti, Oddssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1753, varð stúdent 26. apr. 1757.

Vígðist að Mjóafirði 30. júlí 1758, lét þar af prestskap 1765, gerðist 1766 aðstoðarprestur síra Daða Guðmundssonar í Reynisþingum, fekk Skorrastaði 22. jan. 1771, sagði þar af sér prestskap 18. mars 1796, fekk síðan tillag þurfandi presta. Var jafnan mjög snauður, hann og fólk hans nálega hungurmorða í móðuharðindunum.

Kona (1761): Þrúður (d. 7. dec. 1795) Þorsteinsdóttir í Firði í Mjóafirði, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Síra Benedikt á Skorrastöðum, síra Jón á Kálfafellsstað, Guðný átti Hávarð Jónsson að Hólum í Norðfirði, Sesselja s. k. Davíðs Jónssonar í Hellisfirði, Sigríður (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.