Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn Arason

(um 1758–? )

Hermaður.

Foreldrar: Síra Ari Þorleifsson að Tjörn í Svarfaðardal og s. k. hans Þorkatla Sigurðardóttir. Tekinn í Hólaskóla 1772, varð stúdent 17. apr. 1783, með mjög lélegum vitnisburði. Fór síðan utan og komst í norsku lífvarðarsveitina, með því að hann var hár vexti og rammur að afli.

Kom aftur til landsins 1789 og hafði þá í eftirlaun 12 rd. árlega, enda farinn að heilsu, bilaður í baki, að síðustu krypplingur. Nefndi sig Grönfeldt.

Var hjá móður sinni að Syðri Brekkum og andaðist þar, enn á lífi 1796 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.