Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorsteinn (Vilhjálmur) Gíslason
(26. jan. 1867–20. okt. 1938)
Ritstjóri, skáld.
Foreldrar: Gísli Jónsson skipstjóri í Stærra Árskógi og víðar og kona hans Ingunn Stefánsdóttir stúdents og umboðsmanns á Snartarstöðum. Ólst lengstum upp í Kirkjubæ í Tungu. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1887, stúdent 1892, með 2. einkunn (72 st.). Lagði stund á íslenzk (eða norræn) fræði í háskólanum í Kh., en tók ekki próf.
Ritstjóri Sunnanfara 1894–8, Íslands 1897–9, Bjarka 1899–1904, Skírnis 1903, Óðins 1905–36, Lögréttu 1906–36, Morgunblaðs 1920–4. Önnur rit: Kvæði, Rv. 1893; Nokkur kvæði, 1904; Ljóðmæli, 1920; Dægurflugur, 1925; Önnur ljóðmæli, 1933; Jónas Hallgrímsson, 1903; Riss, 1905; Ritsafn Lögréttu, 1915; Heimsstyrjöldin, 1924; Þættir úr stjórnmálasögu Íslands, 1936; margar greinir í Andvara, í afmælisriti síra Matthíasar Jochumssonar, 1905, og víðar. Samdi oft gamanleika og gamanvísur. Þýð.: Bj. Björnson: Árni, 1897; Börge Jansen: Spænskar nætur, 1900; E. Zola: Orrustan við mylluna, 1903; Nasreddin, 1904 (endurprentuð 1942); H. Sienkiewicz: Quo vadis, 1905; R. Kipling: Sjómannalíf, 1907 (endurpr. 1943); W. Scott: Ívar hlújárn, 1910; Gunnar Gunnarsson: Drengurinn, 1920; Papini: Ævisaga Krists, 1925; H. Ibsen: Konungsefnin (1935, ópr.). Ýmsar kvæðaþýðingar. Sá um prentun margra rita. Hélt um hríð uppi bókagerð, bókaverzlun og prentsmiðju; var um tíma formaður blaðamannafélags, bóksalafélags; átti sæti í miðstjórn heimastjórnarflokks um hríð.
Tók um tíma þátt í starfsemi good-templara og sat á stórstúkuþingum. R. af fálk.
Kona (1903): Þórunn Pálsdóttir trésmiðs „Halldórssonar.
Börn þeirra: Vilhjálmur skólastjóri, Ingi kennari, Nanna verzlunarmær, Baldur verzlunarmaður, Freyr verzlm., Gylfi prófessor (Skýrslur; Br7.; o. fl.).
Ritstjóri, skáld.
Foreldrar: Gísli Jónsson skipstjóri í Stærra Árskógi og víðar og kona hans Ingunn Stefánsdóttir stúdents og umboðsmanns á Snartarstöðum. Ólst lengstum upp í Kirkjubæ í Tungu. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1887, stúdent 1892, með 2. einkunn (72 st.). Lagði stund á íslenzk (eða norræn) fræði í háskólanum í Kh., en tók ekki próf.
Ritstjóri Sunnanfara 1894–8, Íslands 1897–9, Bjarka 1899–1904, Skírnis 1903, Óðins 1905–36, Lögréttu 1906–36, Morgunblaðs 1920–4. Önnur rit: Kvæði, Rv. 1893; Nokkur kvæði, 1904; Ljóðmæli, 1920; Dægurflugur, 1925; Önnur ljóðmæli, 1933; Jónas Hallgrímsson, 1903; Riss, 1905; Ritsafn Lögréttu, 1915; Heimsstyrjöldin, 1924; Þættir úr stjórnmálasögu Íslands, 1936; margar greinir í Andvara, í afmælisriti síra Matthíasar Jochumssonar, 1905, og víðar. Samdi oft gamanleika og gamanvísur. Þýð.: Bj. Björnson: Árni, 1897; Börge Jansen: Spænskar nætur, 1900; E. Zola: Orrustan við mylluna, 1903; Nasreddin, 1904 (endurprentuð 1942); H. Sienkiewicz: Quo vadis, 1905; R. Kipling: Sjómannalíf, 1907 (endurpr. 1943); W. Scott: Ívar hlújárn, 1910; Gunnar Gunnarsson: Drengurinn, 1920; Papini: Ævisaga Krists, 1925; H. Ibsen: Konungsefnin (1935, ópr.). Ýmsar kvæðaþýðingar. Sá um prentun margra rita. Hélt um hríð uppi bókagerð, bókaverzlun og prentsmiðju; var um tíma formaður blaðamannafélags, bóksalafélags; átti sæti í miðstjórn heimastjórnarflokks um hríð.
Tók um tíma þátt í starfsemi good-templara og sat á stórstúkuþingum. R. af fálk.
Kona (1903): Þórunn Pálsdóttir trésmiðs „Halldórssonar.
Börn þeirra: Vilhjálmur skólastjóri, Ingi kennari, Nanna verzlunarmær, Baldur verzlunarmaður, Freyr verzlm., Gylfi prófessor (Skýrslur; Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.