Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn (Runólfur Þ.) Jónsson

(4. júní 1857 – 2. febrúar 1941)

. Útvegsbóndi. Foreldrar: Jón (d. 1914, 84 ára) Runólfsson á Vatnshömrum í Andakíl og kona hans Ragnheiður (d. 11. febr. 1899, 69 ára) Jóhannsdóttir prests á Hesti, Tómassonar. Nam ungur ensku og Norðurlandamál án skólagöngu.

Fór snemma að fást við barnakennslu; stundaði hana alls í hær 20 ár. Bjó nokkur ár á Melum í Melasveit. Átti heima á Grund á Akranesi frá 1892 til æviloka og stundaði búskap til lands og sjávar. Keypti í félagi við annan fyrsta vélbátinn til Akraness. Gegndi mörgum trúnaðarstörfum; var m.a. oddviti í 12 ár og sýslunefndarmaður í 26 ár. Átti frumkvæði að stofnun Sparisjóðs Borgarfjarðarsýslu 1918; var í landhelgismálanefnd 1895–97. Áhugamaður um bindindismál. Fekkst mikið við skáldskap og ritstörf; ritaði fjölda greina í blöð og tímarit austan hafs og vestan.

Kona (í sept. 1885): Ragnheiður (d. 16. maí 1933, 89 ára) Þorgrímsdóttir prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Thorgrímsen; hún átti áður Halldór Einarsson á Grund á Akranesi.

Dóttir Þorsteins og hennar: Emilía átti Þórð útgerðarmann Ásmundsson á Akranesi (Br7.; Óðinn XXIV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.