Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorsteinn (Júlíus) Sveinsson

(18. júlí 1873–12. nóv. 1918)

Skipstjóri, dbrm.

Foreldrar: Sveinn skipasmiður Magnússon í Gerðum í Garði og kona hans Eyvör Snorradóttir prests á Desjarmýri, Sæmundssonar.

Lagði snemma stund á sjómennsku og varð 16 ára formaður. Var 1 vetur í Flensborgarskóla, en síðan í stýrimannaskólanum og tók próf þaðan. Var síðan 6 ár skipstjóri, stóð fyrir útgerð 2 ár, í 11 ár leiðsögumaður varðskipsins danska, en réðst í ársbyrjun 1918 erindreki fiskifélagsins.

Var síðasta ár sitt formaður Öldufélags í Rv. Vel metinn og áhugasamur um málefni sjómanna.

Kona (1899): Kristín Tómasdóttir að Bjargi á Akranesi, Erlendssonar.

Börn þeirra: Svava skrifstofumær í Reykjavík, Viggó Þorsteinn verzlunarmaður í Rv., Eyvör Ingibjörg, Þorsteinn, Kristín (Óðinn XX; Ægir, 12. árg.; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.